Dagatölin frá Póstinum – Upplýsingar um bláu og grænu svæðin

0
402

Sl. miðvikudag fengu sum heimili í dreifbýli Þingeyjarsýslu ýmis græn eða blá dagatöl í pósti frá Póstinum þar sem fram kemur hvaða daga pósti verður dreift á þeirra svæði frá og með 1. apríl nk., en þá verður póstdreifingardögum fækkað verulega í dreifbýli. Ekki fengu öll heimili þessi dagatöl því ekki er búið að senda út dagatöl til dreifingar á öllum svæðunum og dæmi er um heimili sem fengu röng dagatöl.

Dagatöl Póstsins

 

641.is hefði sambandi við þjónustuver Póstsins í morgun til að fá réttar upplýsingar um hvaða svæði í Þingeyjarsýslu tilheyrðu bláum svæðum og hvaða svæði tilheyrðu grænum svæðum.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem 641.is fékk skiptast grænu og bláu svæðin svona:

 

Grænt svæði: (grænt dagatal)

Reykjahverfi, Aðaldalur, Laxárdalur, Reykjadalur, Mývatnssveit, Ljósavatnsskarð, Fnjóskadalur og Grenivík.

Blátt svæði: (blátt dagatal)

Kaldakinn, Bárðardalur, Tjörnes, Kelduhverfi og Öxarfjörður.

Búast má við því að þau heimili sem ekki hafa fengið dagatöl fái þau í þessari viku. Heimili sem sem fengu röng dagatöl geta haft samband við þjónustuver Póstsins í síma 5801000 og óskað eftir því að fá rétt dagatöl.

Græna dagatalið og Blá dagatalið.