Breytingar á póstdreifingu frá 1. apríl – Póstdreifing aðeins 10-12 daga í mánuði

0
427

Í gær fengu flestir íbúar í dreifbýli Þingeyjarsýslu lítinn miða í pósti frá Póstinum þar sem kynntar eru breytingar á póstdreifingu sem taka eiga gildi 1. apríl nk. Ekki tókst nú Póstinum betur til en svo að ekki fengu allir þennan miða því ekki voru sendir nógu margir miðar út til dreifingar með landpóstunum okkar í gær.

Pósturinn-logo-300x204

Með miðanum fylgdi tafla yfir dreifingardaga pósts á grænu og á bláu svæði. Gera má ráð fyrir að græna svæðið sé, Mývatnssveit, Aðaldalur og Reykjadalur, þar sem íbúar í þeim sveitum fengu dagatal með grænmerktum dögum en bláa svæðið sé Kinn og Bárðardalur þar sem íbúar þar fengu dagatal með blámerktum dögum. Í dagatalinu kemur fram að keyra á út póst annan hvern virkan dag hér eftir á umræddum svæðum. Sé rýnt nánar í dagatalið sést að dreifingardögum pósts fækkar um helming og verða þeir 10-12 í hverjum mánuði þar sem eftir lifir árs á báðum svæðum.

Hér má skoða dagatölin. (Smella til að stækka)

Græna svæðið
Græna svæðið
Bláa svæðið
Bláa svæðið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á dreifimiðanum stendur ma. eftirfarandi

Frá og með 1. apríl verður gerð breyting á fyrirkomulagi póstdreifingar í Þingeyjarsýslu og víðar í dreifbýli á Íslandi. Breytingin felur í sér að dreift verður annan hvern virkan dag í stað þess að dreifa alla virka daga eins og verið hefur síðastliðin ár. Eftir sem áður mun Pósturinn halda uppi daglegum flutningum um allt land og verður því áfram hægt að nálgast sendingar alla virka daga á næsta póstafgreiðslustað.

Fyrirhugaðar breytingar á fjölda dreifingardaga í dreifbýli segja til um lágmarksdreifingu, en Pósturinn mun áfram leitast við að veita sem besta þjónustu í samræmi við óskir hvers viðskiptavinar. Í dreifbýli jafnt sem þéttbýli verður boðið upp á heimsendingu gegn greiðslu alla virka daga eftir því sem vuiðskiptavinir óska.

Samkvæmt heimildum 641.is munu sömu landpóstar keyra út pósti eins og verið hefur í Kinn, Bárðardal, Aðaldal og Reykjadal, en óvíst er hver mun keyra út pósti í Mývatnsveit.