Bókasafn Aðaldæla opnað í Þingeyjarskóla

0
282

Bókasafn Aðaldæla var opnað með formlegum hætti í húsnæði Þingeyjarskóla í gær. Indriði Ketilsson sagði frá Bókasafni Aðaldæla, Tónlistarskólinn var með atriði, nemendur 7.bekkjar voru með upplestur úr Eglu og Guðrún Sigurðardóttir sagði frá skólabókasafninu. Töluverður hópur gesta var við opnunina.

Frá opnun bókasafnsins. Mynd: Jóhann R Pálsson
Frá opnun bókasafnsins. Mynd: Jóhann R Pálsson

 

Í máli gesta kom fram mikil ánægja með það að safnið sé komið inn í húsnæði skólans. Mun auðveldara aðgengi að safninu og betri nýting fyrir nemendur og aðra íbúa sveitarfélagsins.

Bókasafnið var áður til húsa í kjallarnum í Ýdölum en þeirri aðstöðu hefur nú verið breytt í félagsmiðstöð fyrir börnin í Þingeyjarskóla.

 

 

 

 

Indriði Ketilsson segir frá bókasafninu. Mynd: Jóhann R Pálsson
Indriði Ketilsson segir frá bókasafninu. Mynd: Jóhann R Pálsson