Bogfimideild Eflingar gerði góða ferð suður.

0
72

Um helgina héldu félagar úr Bogfimideild Eflingar til  Höfuðborgarinnar til að etja kappi við annað bogfimifólk. Fimm keppendur tóku þátt í Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum ( RIG ) sem fram fór á laugardaginn. Um 30 keppendur voru skráðir til keppni. Mótið tókst mjög vel og var æsi spennandi. Að lokum stóð Guðmundur Smári Gunnarsson Eflingu  upp sem sigurvegari í sveigboga-flokki karla eftir skemmtilega keppni. Þeim gekk líka ágætlega Tómasi Gunnarssyni, Unnsteini Ingasyni, Ásgeiri I. Unnsteinssyni og Jóhannesi F. Tómassyni.

Ásgeir, Guðmundur, Unnsteinn, Jóhannes og Tómas. Kepptu á RIG.
Ásgeir, Guðmundur, Unnsteinn, Jóhannes og Tómas. Kepptu á RIG.

 

 

 

 

 

 

 

Á sunnudeginum hélt svo Bogfimisetrið mót sem nefnist BUBU 2013, það er fyrir ungmenni undir 14 ára, fullorðna byrjendur og unglinga 14 og eldri. Þar kepptu Jón Ingason sem varð í 1. Sæti fullorðinna, Ásgeir I. Unnsteinsson sem einng varð í 1. Sæti í flokki ungmenna og Jóhannes F. Tómasson varð annar og Guðný Jónsdóttir varð önnur í ungmennaflokki kvenna.

Jón Guðný og Jóhannes. Það vantar Ásgeir á myndina.
Jón, Guðný og Jóhannes. Það vantar Ásgeir á myndina.

 

 

 

 

 

 

 

 

Ástæðan fyrir því að það vantar Ásgeir á myndina  er, að vegna slæmrar veðurspár fóru þeir feðgar strax norður á laugardaginn og Ásgeir fékk leyfi til að keppa á Laugum undir eftirliti dómara og sendi skorin suður.