Bogfimi

0
335

Bogfimifélag Akurs á Akureyri bauð til aðventumóts í bogfimi á laugardaginn í Íþróttahúsi Glerárskóla. Bogfimi-æfingar hófust á Akureyri 1980.  Núna æfa með klúbbnum  10 – 12 manns.

keppendur á aðventumótinu 8. des.

 

 

 

 

 

 

 

 

skotskífan skoðuð og stigin talin. Jóhannes, Guðný og Ásgeir öll í Eflingu.

Bogfimi hefur verið stundum í Íþróttahúsinu á Laugum síðan haustið 2011 undir merkjum UMF Eflingar, þjálfari og upphafsmaður þar er Guðmundur Smári Gunnarsson. Á aðventumótinu á Akureyri var keppt í þremur flokkum, þ.e. á 12 m færi með trissuboga, 12 m færi með sveigboga og 18 m færi með sveigboga. Eflingar fólkið stóð sig frábærlega vel því Jóhannes Friðrik Tómasson vann í flokknum 12 m með sveigboga og  Ásgeir Ingi Unnsteinsson varð í öðru sæti.

þrír efstu í flokknum 12m með sveigboga. Jóhannes fyrir miðju og Ásgeir til hægri.

 

 

 

 

 

 

 

 

Í 18 metra flokknum vann Tómas Gunnarsson og Unnsteinn Ingason varð í þriðja sæti, báðir í Eflingu. Á Laugum æfa að jafnaði  rúmlega 10 manns þar af tvær stelpur. Eflingarfélagar stefna svo á að fara á Reykjavík International Games (RIG) sem haldið verður 26. og 27. Janúar 2013.

keppendur að loknu móti auk Rúnars Þórs sem þjálfar Akureyringa