Boccia – Ásgrímur vann Hvatningarbikarinn

0
119

Opna Húsavíkurmótið í Boccia sem orðinn er fastur liður í starfi Boccideildar Völsungs með góðum stuðningi Kiwanisklúbbsins Skjálfanda, var haldið í Íþróttahöllinni s.l. sunnudag. Á vef Völsungs á Húsavík segir að mótið hafi tekist vel í alla staði og að góð þátttaka hafi verið í mótinu þó hún væri aðeins minni en á síðasta ári. Olgeir Heiðar og Sigurður Dagbjartsson unnu mótið í ár. Ásgrímur Sigurðsson og Kristján Valur Gunnarsson urðu í öðru sæti og Kristbjörn Óskarsson og Gunnlaugur Aðalbjörnssson urðu í þriðja sæti.

Ásgrímur Sigurðsson, Lækjavöllum, handhafi Hvatningabikars ÍF 2016 og Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkv.stj. útbreiðslusviðs hjá Íþróttasambnadi Fatlaðra.
Ásgrímur Sigurðsson, Lækjavöllum, handhafi Hvatningabikars ÍF 2016 og Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkv.stj. útbreiðslusviðs hjá Íþróttasambnadi Fatlaðra. Mynd af vef Völsungs

 

Ásgrímur Sigurðsson frá Lækjarvöllum í Bárðardal hlaut Hvatningarbikar ÍF að þessu sinni.  Bikarinn sem er farandbikar er gefinn af Íþróttasambandi Fatlaðra og veittur árlega þeim einstaklingi sem að mati stjórnar Bocciadeildar og þjálfara sýnir bestu ástundun og mestu framfarir.

Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri fræðslu- og útbreiðslusviðs og Special Olympics á Íslandi hjá Íþróttasambandi fatlaðra, afhenti Ásgrími nýjan bikar frá ÍF, en sá gamli var orðinn þéttskrifaður með nöfnum fyrri handhafa.

 

Úrslit Opna Húsavíkurmótsins í boccia 2016:

1. sæti,   „ Félagarnir“, Olgeir Heiðar og Sigurður Dagbjartsson.
2. sæti,   „ Öræfabræður“, Ásgrímur Sigurðsson og Kristján Valur Gunnarsson
3. sæti,    „Heiðursmenn“, Kristbjörn Óskarsson og Gunnlaugur Aðalbjörnssson

Sjá nánar á vef Völsungs