Bjórar frá Báru

Bergljót Hallgrímsdóttir skrifar

0
781

Hversu marga bjóra geta miðflokkskarlar og –kona drukkið á Klausturbar fyrir sektarlágmarkið þ.e.a.s, 100.000 kallinn? (https://stundin.is/grein/9061/vildu-ad-bara-fengi-ad-minnsta-kosti-100-thusund-krona-sekt/). Samkvæmt nýlegri verðkönnun er meðalverð á stórum bjór á Íslandi 1258 kr. (https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/04/20/fjordi_dyrasti_bjorinn_a_islandi/)

Svo er bara að reikna: 100000 deilt með 1250 = 79,49 eða eigum við að segja 80 bjóra til að fá þægilegri tölu.

En þetta verður enn verra þegar búið er að deila þessum 80 bjórum á 5 karla og 1 konu á barnum. Þá koma bara: 80 deilt með 6 = 13,33 eða segjum skitnir 13 bjórar í hlut hvers og eins. Það er nú varla uppí nös á ketti og endist þeim í mesta lagi í 2 miðaftansdrykkjurausdæmi.

Það væri ekki einu sinni víst að þau næðu að afgreiða alla hópa –  fyrir utan minnihlutahópa, s.s. fatlaða og samkynhneigða, konur og samstarfsfólk hefur t.d. bæst við heill hópur eða hvað – allir sem styðja svokallaðan 3. orkupakka.

Svo eru það lögfræðingar, alla vega 2 (1 lögmaður 4 þingmanna (https://www.ruv.is/frett/bara-borgar-ekki-sekt-en-tharf-ad-eyda-upptokum) og 1 lögmaður miðflokksins: = 2 kannski fleiri, þurfa þeir ekki að fá sinn skerf að bjórnum?

Það þykir ekki góð latína í dag að þeir sem vinna skítverkin beri ekkert úr býtum – nema kannski einhvern smáaur af skattfé okkar í gegnum stjórnmálaflokkinn. En svo er auðvitað stundum “Happy hour” á börum, vonandi gætu miðflokkskarla og –kona fengið aðeins meiri bjór fyrir aurinn ef þau nýttu sér það.