Ungmennafélagið Bjarmi í Fnjóskadal heldur sína árlegu Bjarmahátíð í dag þriðjudaginn 20 ágúst. Dagskrá hátíðarinnar er sem hér segir.
Kl. 13:30 Ganga á Hálshnjúk – við allra hæfi
Kl. 14:00-17:00 Frítt í sund á Illugastöðum
Kl. 16:00 Ganga um trjásafnið í Vaglaskógi með leiðsögn (ca. 45 mín)
Kl. 19:00 Hjólað frá Mörk út á Bjarmavöll (börn yngri en 10 ára hafi fullorðinn með)
Kl. 20:00 Leikir og sprell á Bjarmavelli (ratleikur, húllakeppni ofl.)
Kl. 21:00 Lautarferð við pallinn, nesti, spjall, tónlist og dans
Bjarmi býður öllum að taka þátt í fjörinu með okkur. Hægt er að velja að taka þátt í öllum dagskrárliðum eða einstökum. Ekki er skilyrði að vera skráður félagsmaður, skilyrði er að hafa góða skapið og gott að hafa smá nesti í lautarferðina.
Bjarmi minnir einnig á að Skógræktarfélag Fnjóskdæla og Kaffihúsið Uglan standa fyrir sveppafræðslu kl.17:00 í Kaffihúsinu Uglunni. Hlökkum til að sjá ykkur,
UMF Bjarmi.