Laugardaginn 14. September heldur E-MAX fyrsta bíókvöld sem hefur verið haldið í Sundlauginni á Laugum. Við munum sína myndina “Back to the Future” á tæplega 40 fm tjaldi þannig að allir ættu að sjá vel hvað félagarnir Marty McFly og Dr Emmett gera sér til vandræða.
Hleypt verður ofaní sundlaugina kl. 19:30 og myndin hefst um það bil hálftíma síðar. Sýningartími er í kring um 2 klukkustundir.
Allir aldurshópar eru velkomnir, það kostar 1200 kr. inn fyrir fullorðna og 600 kr. fyrir 12 ára og yngri. Það er bæði hægt að borga í peningum á staðnum og fyrirfram á e-max.is með paypal eða millifærslu.