Bikarkeppni FRÍ á Laugum

0
377

Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri var haldin á Laugum í Reykjadal sunnudaginn 23. ágúst. Alls mættu sex félög með átta lið til keppni að þessu sinni og voru rúmlega 100 keppendur. A-lið ÍR og HSK/SELFOSS urðu jöfn í efsta sæti með 122,5 stig. Lið ÍR var með 7 sigurvegara en HSK/SELFOSS með 3 sigurvegara svo ÍR urðu bikarmeistarar. UFA/UMSE kom þar á eftir með 122 stig svo það var mjög jafnt á toppnum. Frá þessu segir á vef HSÞ

3.sæti í bikarkeppni FRÍ. Jón Alexander Artúrsson, Páll Vilberg Róbertsson, Eyþór Kári Ingólfsson Unnar Þór Hlynsson, Heimir Ari Heimisson og Benóný Arnórsson
3.sæti í bikarkeppni FRÍ. Jón Alexander Artúrsson, Páll Vilberg Róbertsson, Eyþór Kári Ingólfsson Unnar Þór Hlynsson, Heimir Ari Heimisson og Benóný Arnórsson

 

Í stúlknaflokki vann A-lið ÍR með 69,5 stig, HSK/SELFOSS var í 2. sæti með 61,5 og UFA/UMSE varð í 3.sæti með 54 stig. Í karlaflokki var það UFA/UMSE sem sigraði með 68 stig, HSK/SELFOSS var í 2. sæti með 61 stig og HSÞ í 3. sæti með 54 stig.

 

 

 

 

 

 

Stigahæsti einstaklingur drengjavarð Páll Vilberg Róbertsson
Stigahæsti einstaklingur drengjavarð Páll Vilberg Róbertsson
Arna Dröfn Sigurðardóttir varð stigahæst stúlkna
Arna Dröfn Sigurðardóttir varð stigahæst stúlkna

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þriðjudaginn 25. ágúst var “slútt” í frjálsum. Að þessu sinni var farið í Ásbyrgi í góðu veðri og félagsskap. Brói þjálfari útnefndi þá einstaklinga sem voru stigahæstir í árangri eftir þetta tímabil. Arna Dröfn Sigurðardóttir var stigahæst stúlkna með 935 stig en næst á eftir henni var Erla Rós Ólafsdóttir með 934 svo það munaði mjög litlu á þeim. Páll Vilberg Róbertsson var stigahæstur drengja með slétt 1000 stig en á eftir honum var Jón Alexander Arthúrsson með 923 stig.

Lesa nánar á vef HSÞ