Berjaspretta lofar góðu

0
142

Berjaspretta virðist lofa góðu, allavega vestan Fljótsheiðar,  það vantar ennþá nokkra góða sólardaga og hlýindi. Þó er að heyra að berin séu svolítið misþroska, góð að sögn í mið-Kinn og í Ljósavatnsskarði, sumstaðar í Aðal og Reykjadal. Þetta er misjafnt milli svæða eins og svo margt annað. Fréttaritari skrapp í berjamó á sínu svæði og þar voru krækiberin orðin mjög góð. Þeir aðilar sem ég talaði við vildu alls ekki gefa upp bestu staðina, það virðist sem hver og einn eigi sitt uppáhaldssvæði, en ef veðurguðirnir verða til friðs ætti að verða nóg af berjum handa öllum. Þá er bara um að gera að skella sér með berjafötuna og nesti í berjamó og njóta lífsins

krækiber 19/ 8 2013
krækiber 19/ 8 2013