Beint frá Cannes – Hrútasýning í Laugabíó á mánudagskvöld

0
81

Efnt verður til sérstakrar for-frumsýningar á kvikmyndinni Hrútar í Laugabíói í Reykjadal á morgun, mánudaginn 25. maí kl 20:00. Hrútar vann, eins og kunnugt er til Un Certain Regard verðlaun­ana í sam­nefnd­um flokki á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es í gær og kemur hún því beint frá Cannes í Laugabíó. Um er að ræða lokaða sýningu á myndinni og verður hún einungis fyrir boðsgesti.

Hrútar plagat

Kvikmyndin Hrútar verður svo forsýnd á miðvikudag og fer í almennar sýningar í kvikmyndahús á fimmtudag.