Barnakórar á aðventustarfsdegi í Laufási

0
91

Aðventustarfsdagur verður í Laufási 2. desember og hefst með fjölskyldustund í Laufáskirkju kl. 13.30.  Barnakórar Svalbarðsstrandar og Grýtubakkahrepps syngja við þá stund og tvær ungar stúlkur þær Eva Margrét og Þóra Björk spila á hljóðfæri.

Mynd af laufásinn.is

 

Eftir stundina verður fjölbreytt dagskrá í gamla bæ og svo kaffi-og kökuilmur á Café Laufás.

Laufásinn.is