Bárðdælingar blóta í Kiðagili – Frábær skemmtiatriði

0
539

Þorrablót Bárðdælinga var haldið í Kiðagili í Bárðardal í gærkvöld. Blótið var fjölsótt eins og venjulega og þröngt setið. Óhætt er að segja að skemmtiatriðin hafi verði frábær og mörg þeirra voru á myndbandsformi sem varpað var upp á vegg á tveimur stöðum í húsinu. Meðal myndbandanna var hundahlýðni námskeið, rjúpnaveiðar, Bárðdælskir-aðalverktakar og Vaðlaheiðargöng og svo Bárðdælsk útgáfa af myndbandi Miley Cyrus – Wrecking Ball margfræga.

Ísbíllinn kom við á öllum bæjum í Bárðardal.
Ísbíllinn kom við á öllum bæjum í Bárðardal.

Megið þemað var á þann veg að nýr bílstjóri var kominn á Ísbílinn og var fráfarandi bílstjóri að segja honum frá fólkinu á bæjunum sem hann kom við á í Bárðardal til að selja ís.

Annað kvöld verða valin myndbönd með bestu skemmtiatriðunum birt hér á 641.is. Meðfylgjandi myndir voru teknar í gærkvöld.

Mýrarfólk næst
Mýrarfólk og fleiri.
Einhleyp kona frá Rússlandi með syni sína þá, Boris, Pútin, Jeltsín og Júri.
Einhleyp kona frá Rússlandi með syni sína þá, Boris, Pútin, Jeltsín og Júri.
Það er gaman á þorrablóti í Bárðardal.
Það er gaman á þorrablóti í Bárðardal.
Hafrún Huld Hlinadóttir og Hermína Fjóla Ingólfsdóttir.
Hafrún Huld Hlinadóttir og Hermína Fjóla Ingólfsdóttir.