Bætur vegna tjóns af völdum kals og óvenjulegrar veðráttu

0
82

Bjargráðasjóður mun bæta bændum tjón af völdum kals og óvenjulegrar veðráttu veturinn 2012 – 2013. Í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafa verið settar sértækar reglur til þess að bæta umrætt tjón, eftir því sem fjárveiting leyfir.

Illa kalið tún sl. vor
Illa kalið tún sl. vor

Sækja þarf um bætur á eyðublaði Bjargráðasjóðs vegna, a) kaltjóns á ræktuðu landi og b) óvenulegs veðurfars (vegna lengri gjafatíma). Umsóknir skulu staðfestar af trúnaðarmanni Bjargráðasjóðs og undirritaðar af viðkomandi bónda. Umsóknir skulu berast fyrir 30. nóvember 2013.

 

 

Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur er að finna í viðhengjum hér undir:

Sértækar reglur Bjargráðasjóðs um bætur vegna tjóns bænda á Norður- og Austurlandi af völdum kals og óvenjulegrar veðráttu veturinn 2012-2013 – pdf

Umsókn um styrk vegna tjóns af völdum óvenjulegrar veðráttu á Norður- og Austurlandi 2012 til 2013 –Umsóknareyðublað

Umsókn vegna kaltjóns á ræktuðu landi árið 2013 – Excel