Bændagleði í Ljósvetningabúð í kvöld

0
105

Bændagleðin verður haldin Laugardagskvöldið 23. nóvember  í Ljósvetningabúð.  Húsið opnar klukkan átta en dagskrá hefst stundvíslega klukkan hálf níu.  Fordrykkur og léttar veitingar verða í boði Norðlenska, Mjólkursamsölunnar og Jötunvéla.

Bárðdælingar skemmtu sér vel í fyrra.
Bárðdælingar skemmtu sér vel í fyrra.

Athugið að engin bar er á staðnum.  Að lokinni dagskrá verður síðan dansað fram eftir nóttu og leikur hljómsveitin Nefndin fyrir dansi.

“Er ekki tilvalið að fylla alla skólabíla, hópferðarbíla eða bara hvernig bíla sem er og fjölmenna í Ljósvetningabúð.
Ekki láta þessa hátíð til heiðurs gleðinni framhjá þér fara og sjáumst hress og kát”, segir í tilkynningu frá undirbúningsnefndinni.