Bændagleði Búnaðarsambandsins í Kiðagili á laugardagskvöld

0
101

Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga stendur fyrir Bændagleði sem verður haldin í Kiðagili í Bárðardal laugardagskvöldið 21. nóvember og hefst hún kl 20:30. Að þessu sinni verða ekki léttar veitingar heldur verður boðið upp á Bayonneskinku með brúnuðum kartöflum, rauðkáli og rauðvínssósu og Bláberjalamb með kryddjurrtasósu, steiktu grænmeti og rjómasalati. í eftirétt verða síðan Súkkulaðikaka og heimalagaður ís, segir í tilkynningu frá Búnaðarsambandinu.

Kiðagil
Styrktaraðilar Bændagleðinnar eru Norðlenska, MS og Bústólpi. Barinn verður að sjálfsögðu opinn.
Hljómsveitin Pílan leikur fyrir dansi að dagskrá lokinni og Siggi Illuga stýrir dagskrá.

Skrá þarf þáttöku í síma 8954742 eða í tölvupóst kidagil@thingeyjarsveit.is sem allra fyrst.