Bændagleði á föstudagskvöld – Öllum opin

0
102

Hin árlega Bændagleði Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga sem nú er haldin í fimmta skipti, fer fram á Sel-hóteli í Mývatnssveit föstudagskvöldið 4. nóvember og hefst hún kl 20:30. Veislustjórar verða þeir Hjörleifur og Eiríkur (Hundur í óskilum). Verð: 6.900 krónur á mann. Hljómsveitin Pílan spilar á ballinu að borðhaldi loknu. Þeir sem vilja gista í Selinu geta bókað beint hjá þeim 4644164 eða myvatn@myvatn.is.

Búnaðarsambandið tekur það fram að Bændagleðin er opin öllum, ekki bara bændum. Skráningarfrestur er framlengdur til 2. nóvember.

 

Bændagleðin 2016
Bændagleðin 2016