Aurskriða í Kinn

0
256

Heljarmikið aurskriða féll norðan við bæinn Ystafell í Kinn, í morgun, sennilega á milli kl. 6:00 og 7:00. Giskað er á að skriðan sé um 125m breið og ca. meter að dýpt. Skriðan rann niður hlíðina yfir þjóðveginn og áfram niður og yfir ána Rangá og um 100-150 metra uppí mólendi. Ekki urðu miklar skemmdir á veginum, en hann var lokaður á meðan var verið að hreinsa hann og veita frá vatni. Miklar skemmdir urðu hins vegar á skógræktinni norðan við Ystafell, þar fóru um 10 -15 ára gömul tré. Eins og staðkunnugir vita hefur eigandi Maríugerðis, áður gamla Þinghúsið í Kinn, verið duglegur að planta þar í kring, en sú ræktun slapp öll við skriðuna. Gríðarmikil rigning var í allan gærdag, ásamt því að leysingar eru töluverðar, eftir snjóþungan vetur.

Vilhjálmur Jón Valtýsson frá Jarðverki, hreinsar af veginum.
Vilhjálmur Jón Valtýsson frá Jarðverki, hreinsar af veginum.

 

 

 

 

 

 

 

 

hlíðin og þjóðvegurinn.
hlíðin og þjóðvegurinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

þarna mun verða ljótt ör, í mörg ár.

þarna mun verða ljótt ör, í mörg ár.

 

horft austur yfir veginn og yfir að Rangá.
horft austur yfir  þjóðveginn og yfir Rangá.

 

 

 

 

 

 

vatnselgurinn við veginn.
vatnselgurinn við veginn. Horft til norðurs.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndirnar tók:  Helen Jónsdóttir.