60. fundur sveitarstjórnar Skútustaðahrepps var haldinn sl. miðvikudag, en fyrir sveitarstjórn lá ma. erindi frá Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR þar sem óskað er eftir heimild
sveitarfélagsins til að opna áfengisverslun í Mývatnssveit með vísan til 10 gr. laga nr. 86/2011 um verslun ríkisins með áfengi og tóbak.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti fyrirliggjandi beiðni ÁTVR á fundinum. Frá þessu segir í 17. pistli Þorsteins Gunnarssonar sveitarstjóra Skútustaðahrepps.
641.is reyndi að ná tali af forstjóra ÁTVR við vinnslu fréttarinnar en einhver bið verður á svörum frá honum þar sem hann, ásamt þeim aðilum sem gætu gefið nánari upplýsingar um málið, eru í sumarleyfum.
Lesa má 17. pistil Þorsteins Gunnarssonar sveitarstjóra Skútstaðahrepps hér