Átta nemendur útskrifaðir úr Þingeyjarskóla

0
81

Þingeyjarskóla var slitið að Ýdölum í gær 31. maí. Allir nemendur Þingeyjarskóla fengu sína vitnisburði eftir veturinn og átta nemendur voru útskrifaðir úr 10. bekk. Fimm börn voru útskrifuð úr Leikskólunum Barnaborg og Krílabæ sem hefja svo væntanlega nám í Þingeyjarskóla í haust.

Útskriftarhópurinn 2016
Útskriftarhópurinn 2016

 

Kvenfélagskonur úr Aðaldal og Reykjadal gáfu útskriftarnemendum bókagjöf samkvæmt hefð.

Útskriftarhópurinn gaf þingeyjarskóla veglega peningagjöf, sem er hugsuð til kaupa á leiktækjum fyrir skólalóðina, en talsverður afgangur varð að þeim peningum sem söfnuðust fyrir skólaferðalag þeirra nú nýlega.

Allir viðstaddir þáðu svo kaffiveitingar að útskrift lokinni.