Átta í framboði Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi

0
159

Í gær rann út frestur til framboðs í sex efstu sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Átta einstaklingar hafa boðið sig fram en valið fer fram rafrænt dagana 9. og 10. nóvember n.k.

 

 

 

 

 

 

Um er að ræða svokallað flokksval með stuðningsmönnum þar sem flokksmenn og skráðir stuðningsmenn einir hafa kosningarétt. Við kosningu verður stuðst við reglur um paralista.

Frambjóðendur eru:

  • Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggð í 2. sæti
  • Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir sjúkraliði á Akureyri í 4. – 6. sæti
  • Helena Þuríður Karlsdóttir, lögfræðingur á Akureyri í 3. – 4. sæti
  • Ingólfur Freysson, framhaldsskólakennari á Húsavík í 3. – 6. sæti
  • Jónína Rós Guðmundsóttir, alþingismaður á Egilsstöðum í 2. sæti
  • Kristján L. Möller, alþingismaður Siglufirði í 1. sæti
  • Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður Akureyri 1.-3. sæti
  • Örlygur Hnefill Jónsson, héraðsdómslögmaður Þingeyjarsveit 1. – 6. sæti.