Áskell og Einar sigurvegarar Framsýnarmótsins í skák

0
145

Áskell Örn Kárason og Einar Hjalti Jensson unnu sigur á Framsýnarskákmóti Goðans Máta sem fram fór um helgina á Breiðumýri í Reykjadal. Þeir höfðu mikla yfirburði á mótinu og hlutu 6,5 vinning í 7 skákum.

Nokkrir ungir skákmenn úr Þingeyjarsýslu tóku þátt í mótinu.
Nokkrir ungir skákmenn úr Þingeyjarsýslu tóku þátt í mótinu.

 

Alls tók 29 keppendur þátt í mótinu og þar á meðal voru nokkrir ungir skákmenn úr Þingeyjarsýslu sem settu svip sinn á mótið. Sumir þeirra voru að taka þátt í sínu fyrsta stóra skákmóti. Þeir fengu allir skákbækur í þátttökuverðlaun.

Nánar á heimasíðu Goðans-Máta, þar sem skoða má fleiri myndir frá mótinu og nánari úrslit.