Ársþing HSÞ – Jóhannes Friðrik er íþróttamaður HSÞ 2015

0
314

Ársþing HSÞ fór fram í Miðhvammi á Húsavík í dag. 59 fulltrúar frá 18 félögum mættu á þingið. Fulltrúar frá UMFÍ og ÍSÍ heiðruðu félaga í HSÞ fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina og íþróttafólki úr héraði voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í hinum ýmsu íþróttagreinum og kjöri íþróttamanns HSÞ 2015 var lýst.

Íþróttafólk HSÞ árið 2015
Íþróttafólk HSÞ árið 2015. (smella á til að stækka)

Jóhannes Friðrik Tómasson bogfimimaður úr UMF Eflingu í Reykjadal var valinn íþróttamaður HSÞ árið 2015 fyrir góðan árangur í bogfimi á liðnu ári. Sjá nánar á vef HSÞ

Íþróttafólk HSÞ 2015 eftir íþróttagreinum

Bardagaíþróttamaður HSÞ 2015 – Marcin Florczyk
Bogfimimaður HSÞ 2015 – Jóhannes Friðrik Tómasson
Bocciamaður HSÞ 2015 – Lena Kristín Hermannsdóttir
Frjálsíþróttamaður HSÞ 2015 – Snæþór Aðalsteinsson
Hestamaður HSÞ 2015 – Iðunn Bjarnadóttir
Knattspyrnumaður HSÞ 2015 – Hafrún Olgeirsdóttir
Skákmaður HSÞ 2015 – Tómas Veigar Sigurðarson
Skotmaður HSÞ 2015 – Gylfi Sigurðsson
Sundmaður HSÞ 2015 – Sif Heiðarsdóttir