Árshátíð Framhaldsskólans á Laugum

0
123

Árshátíð Framhaldsskólans á Laugum var haldin að Ýdölum sl. föstudagskvöld.  Um 200 manns sóttu árshátíðina sem var hin glæsilegasta.

NFL 2013
Stjórn NFL 2013 ásamt Pétri og Audda.

 

 

 

 

 

 

Veislustjórar hátíðarinnar að þessu sinni voru þeir Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann Sigfússon. Boðið var upp á mörg úrvals skemmtiatriði sem nemendur útbjuggu sjálfir. Að loknu borðhaldi var dansleikur þar sem hljómsveitin SOS frá Húsavík spilaði á. Sjá má nokkur skemmtiatriði frá árshátíðinni á Facebooksíðu NFL og svo inn á youtube.com.