Arnór gefur kost á sér áfram – Ólína hættir

0
209

Arnór Benónýsson fulltrúi Samstöðulistans í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar ætlar að gefa kost á sér áfram til starfa fyrir Samstöðulistann fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. “það er ekki hafinn formleg vinna að stefnumiðum og áherslum fyrir næstu ár, en hún stendur fyrir dyrum”, sagði Arnór í spjalli við 641.is. 

Arnór Benónýsson
Arnór Benónýsson

Ólína og Friðrika ætla að hætta.

 

Ólína Arnkelsdóttir oddviti Þingeyjarsveitar og Friðrika Sigurgeirsdóttir ætla ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu í sveitarstjórn.

Ég hef ekki tekið ákvörðun enn um hvort ég gefi kost á mér áfram”, sagði Ásvaldur Þormóðsson í spjalli við 641.is.

 

Aðspurð sögðust Margrét Bjarnadóttir og Eiður Jónsson 1. varamaður Samstöðulistans vera að hugleiða framhaldið.

 

Ásta ætlar að hætta.

 

Ásta Svavarsdóttir ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setur í sveitarstjórn en hún skipaði annað sætið á lista Framtíðarlistans fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Árni Pétur Hilmarsson oddviti Framtíðarlistans og Sigurður Hlynur Snæbjörnsson 1. varamaður sögðust báðir vera óákveðnir með framhaldið og að ekkert hefði verið rætt um áframhaldandi framboð Framtíðarlistans. Báðir sögðust þó ætla að íhuga að taka sæti á lista hjá nýju framboði, komi það fram, ef þeim hugnast málefnin.

Samstöðulistinn á fimm fulltrúa í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar og Framtíðarlistinn á tvo fulltrúa. Ef marka má svör sveitarstjórnarfólks í Þingeyjarsveit við spurningum 641.is, má búast við amk. þremur nýjum aðalfulltrúum í sveitarstjórn að loknum kosningum í vor.