Arnór efstur á lista Samstöðu

0
564

Framboðslisti Samstöðu í Þingeyjarsveit vegna sveitarstjórnarkosninga í sem fram fara 26. maí nk. hefur verið kynntur.

Arnór Benónýsson Hellu, oddviti Þingeyjarsveitar, skipar efsta sæti listans eins og síðast. Margrét Bjarnadóttir Dæli, skipar annað sætið og Árni Pétur Hilmarsson það þriðja. Helga Sveinbjörnsdóttir á Nípá kemur ný inn á listann og skipar hún 4. sætið. Ásvaldur Þormóðsson Stórutjörnum skipar síðan fimmta sætið.

Arnór sagði í spjalli við 641.is í dag að málefnavinnan sé komin vel á veg og afraksturinn mun líta dagsins ljós á næstunni eins og lög gera ráð fyrir.

Listi Samstöðu fékk 5 menn kjörna af sjö í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar, í síðustu kosningum. Litlar breytingar eru á listanum frá síðustu kosningum fyrir utan að Helga Sveinbjörnsdóttir kemur inn í stað Heiðu Guðmundsdóttir og Einar Örn Kristjánsson kemur nýr inn í sjöunda sætið.

Listi Samstöðu vegma sveitarstjórnarkosningana 2018

1. Arnór Benónýsson Hellu framhaldsskólakennari
2. Margrét Bjarnadóttir Dæli hjúkrunarfræðingur
3. Árni Pétur Hilmarsson Nesi grunnskólakennari
4. Helga Sveinbjörnsdóttir Nípá verkfræðingur
5. Ásvaldur Æ. Þormóðsson Stórutjörnum bóndi
6. Einar Örn Kristjánsson Breiðumýri 2 vélfræðingur
7. Friðrika Sigurgeirsdóttir Bjarnarstöðum bóndi
8. Sæþór Gunnsteinsson Presthvammi bóndi
9. Nanna Þórhallsdóttir Brekkutúni grunnskólakennari
10. Katla Valdís Ólafsdóttir Geirbjarnarstöðum grunnskólakennari
11. Ingibjörg Stefánsdóttir Grímshúsum hjúkrunarfræðingur
12. Jón Þórólfsson Lundi 3 verktaki
13. Vagn Sigtryggsson Hriflu bóndi
14. Ólína Arnkelsdóttir Hraunkoti 2 bóndi