Arnór Benónýsson leiðir lista Samstöðu

0
330

Samstaða sendi frá sér í morgun framboðslista sinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Þingeyjarsveit þann 31. maí nk. Arnór Benónýsson skipar fyrsta sæti listans, Margrét Bjarnadóttir annað sætið, Árni Pétur Hilmarsson þriðja sætið, Ásvaldur Ævar Þormóðsson það fjórða og Heiða Guðmundsdóttir skipar fimmta sæti listans.

 

Smella á til að skoða stærri upplausn.
Smella á til að skoða stærri upplausn.

 

Ólína Arnkelsdóttir sitjandi oddviti Þingeyjarsveitar skipar heiðurssæti listans.

Samstaða er með fimm sveitarstjórnarfulltrúa af sjö í núverandi sveitarstjórn Þingeyjarsveitar en Framtíðarlistinn tvo.

Athygli vekur að oddviti Framtíðarlistans frá því í sveitarstjórnarkosningunum  árið 2010, Árni Pétur Hilmarsson, er í þriðja sæti á lista Samstöðu núna.

Ef búseta fólks á framboðslistanum er skoðaður sést að Bárðdælingar og Reykdælingar eiga einungis einn mann á listanum og ljóst að Bárðdælingar ná ekki manni inn í sveitarstjórn af lista Samstöðu.

Helstu stefnumál Samstöðu 2014