Arnarvatn í Mývatnssveit – Helmingur íbúa samkynhneigðir

0
437

Við Arnarvatn í Mývatnssveit stendur lítil húsabyggð sem segja má að sé nokkuð sérstök. „Ég uppgvötvaði þetta bara núna um daginn, að helmingur íbúanna yfir sumartímann eru samkynhneigðir. Ég hafði ekki pælt mikið í þessu og það kemur mér ekki á óvart ef fólkinu hérna í sveitinni finnst þetta skondið,“ segir Ásta Kristín Benediktsdóttir einn íbúanna í samtali við vefinn Gay Iceland

Arnarvatn
Arnarvatn

 

Fjögur hús eru í “litla þorpinu” við Arnarvatn og er búið í þremur þeirra yfir vetrartímann. Að sögn Ástu var um hreina tilviljun að ræða. „Kolbi frændi minn og ég erum fædd hér og uppalin,“ segir hún og bætir við að Kolbi hafi flust til Reykjavíkur og svo erlendis þegar hann komst á fullorðnis ár en síðan flust aftur á heimaslóðirnar árið 2001. Adolfo vinur hans fluttist síðan á svæðið en báðir eru þeir samkynhneigðir.

Þá hefur stjúpsonur frænku Ástu, Elías búið á svæðinu með hléum seinasta eina og hálfa árið og þá býr vinkona Ástu, Eva þar yfir sumartímann. Þá hækkar hlutfall samkynhneigra á svæðinu einnig í þau skipti sem unnusta Ástu kemur í heimsókn frá Reykjavík.

Ásta kveðst í raun ekki vita hvað öðrum íbúum í Mývatnssveit finnst um þetta skemmtilega samfélag. „Ég hef ekki hugmynd. Satt að segja hefur aldrei neinn minnst á þetta, allvega ekki við mig.“

Hér má sjá grein Gay Iceland