Ályktun stjórnar SANA vegna uppbyggingar á Bakka við Húsavík

0
66

Stjórn SANA – samtaka atvinnurekenda á Norðausturlandi – fagnar setningu Alþingis á dögunum á lögum um uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka og byggingar kísilvers. Stjórnin þakkar þeim þingmönnum sem samþykktu lögin sérstaklega þá framsýni sem í því felst, en með setningu laganna er stigið mikilvægt skref að atvinnuskapandi nýtingu orkuauðlinda í héraðinu.

1250509023

Lögin eru staðfesting þeirrar ójöfnu samkeppnisstöðu sem atvinnuuppbygging utan suðvesturhornsins á við að glíma og kemur að verulegu leiti til móts við hana.

Sú uppbygging sem af þessu mun leiða er mikilvægur þáttur í því að efla atvinnustig og verðmætasköpun þjóðarbúsins og auka fjölbreytni í atvinnuháttum landshlutans, sem hefur alla burði til þess að þróa fjölbreytt atvinnu- og mannlíf á næstu áratugum og verða þannig raunverulegur valkostur við suðvesturhornið varðandi búsetu komandi kynslóða.

Frekari upplýsingar gefur Pétur Snæbjörnsson formaður SANA , 894 4171 petur@reynihlid.is