Alrangt og helber ósannindi

0
107

Valgerður Gunnarsdóttir þingmaður Norðausturkjördæmis hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar í prentútgáfu Stundarinnar og Hringbrautar.is í morgun.

Valgerður Gunnarsdóttir
Valgerður Gunnarsdóttir

 

Þar er því m.a. haldið fram að að sonur hennar sjái um útleigu á einbýlishúsi, sem hún leigir hjá Framhaldsskólanum á Laugum til ferðamanna, undir merkjum Húsavík Guesthouse.

 

 

Yfirlýsing Valgerðar Gunnarsdóttur.

 

 

 

Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég er í leyfi sem skólameistari við Framhaldsskólann á Laugum. Ég á lögheimili í Holti á Laugum, sem er mitt einkaheimili og fjölskyldu minnar. Ég hef verið með Holt á leigu frá því í september 1999, en mér var gert skylt að flytja mitt heimili þangað og lögheimili í sveitarfélagið, er ég tók við skólameistaraembætti á Laugum. Þegar ég var kjörin á þing vorið 2013 varð samkomulag um að ég ætti áfram lögheimili á Laugum og leigði Holt þetta kjörtímabil. Nú er því haldið ranglega fram í fjölmiðlum að ég framleigi Holt til fyrirtækis sona minna til ferðamennsku. Þetta er alrangt og helber ósannindi. Holt er heimili mitt og mitt helgasta vé, það er og verður ekki framleigt til eins eða neins.