Allt með tölu – Tölur,hnappar og nælur úr íslenskum við

0
544

Allt með tölu er nafn á sprotafyrirtæki sem Reykdælsku konurnar Guðlaug Þorsteinsdóttir frá Fellshlíð og Ragnheiður Árnadóttir í Gerði stofnuðu sl. vetur, sem sérhæfir sig í framleiðslu á handunnum tölum, hnöppum og nælum úr tré af ýmsum stærum og gerðum. Allt hráefnið í vörurnar er fengið úr trjám sem vaxið hafa upp í Stafnsskógi í Reykjadal, en þær leggja áherslu á að vinna allar sínar vörur úr íslenskum við.

Guðlaug og Ragna við smíðar í vinnustofunni.
Guðlaug og Ragna við smíðar í vinnustofunni.

Fyrir rúmu ári síðan fengu þær styrk úr sjóði kenndum við Atvinnumál kvenna til þess að hanna og framleiða handunnar vörur úr íslenskum skógi, og bjóða þeim sem vinna úr íslenskri ull fyrrnefnda fylgihluti þannig að söluvaran yrði íslensk að öllu leyti. En nú er töluvert.um að þessi hlutir séu fluttir inn frá örðum löndum. Með framleiðslunni er einnig ætlað að ná til þeirra sem framleiða flíkur með listrænum áherslum og sækjast eftir sérhönnuðum,  handunnum fylgihlutum.

Vinnustofa Allt með Tölu á Laugum. Eins og sjá má er hún vel tækjum búin.
Vinnustofa Allt með Tölu á Laugum. Eins og sjá má er hún vel tækjum búin.

Til að byrja með komu þær sér upp smíðaaðstöðu í skemmu í Fellshlíð í Reykjadal og hafa þær keypt sér verkfæri sem nýtast þeim við smíðarnar. Í haust var vinnuaðstaðan flutt frá Fellshlíð í bílskúr að Lautavegi 6 á Laugum. Þar vinna þær Ragnheiður og Guðlaug að hönnun og framleiðslu ásamt eiginmanni Guðlaugar, Aðalsteini Péturssyni (Alla P), sem hefur sérstaklega lagt áherslu á hönnun og smíði kistla af ýmsum stærðum og gerðum undir merki sem kallast Flísin.

Sýnishorn af vörum Aðalsteins Péturssonar
Sýnishorn af vörum Aðalsteins Péturssonar

Laugardaginn 14. desember frá kl. 16:00 – 20:00 og sunnudaginn 15. desember kl. 10:00 – 17:00 verður opið hús og sölusýning að Lautavegi 6 (bílskúr) á Laugum en þar er Allt með Tölu til húsa.  Auk handsmíðaðra trémuna verða á boðstólum hannyrðar- og matvörur af ýmsu tagi úr héraði.  Á sunnudeginum verður Júlía Þrastardóttir gullsmiður með silfurskartgripi á boðstólum.

Sjá nánar á Facebook-síðu Allt með Tölu

2009-08-12 21.23.02
Ýmsar nælur á framleiðslustigi

Hér fyrir neðan má skoða sýnishorn af framleiðsluvörum Allt með Tölu.

[slideshow_deploy id=’5631′]