Allir leikir á HM sýndir beint í Þróttó

0
307

Hótel Laugar mun sýna alla leiki frá Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu beint á hvíta tjaldinu í Þróttó í sumar, segir í tilkynningu frá Hótelinu. Þar segir einnig að hægt verði að kaupa drykki og meðlæti í Þróttó á meðan á leikjunum stendur.

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst í dag, en fyrsti leikur Íslands er gegn Argentínu laugardaginn 16. júní kl 13:00.

þróttó. Mynd: Hótel Laugar