Búið er að opna alla göngustígana í Dimmuborgum. Einn lítill skafl er þó á Kirkjuhringnum og einhverjir pollar á göngustígum en óhætt fara um svæðið án þess að skaða viðkvæman gróður þess. Frá þessu er sagt á vef umhverfisstofnunar.

Umhverfisstofnun minnir á að óheimilt er að ganga utan göngustíganna og að gróður er viðkvæmur á þessum árstíma.
Sjá fyrri tilkynningu um varúðarráðstafanir til verndunar í Dimmuborgum.
[scroll-popup-html id=”11″]