Ákvörðun meirihlutans harðlega gagnrýnd

0
93

Foreldrafélag Litlulaugaskóla og Krílabæjar boðaði til opins fundar í Dalakofanum á Laugum í gærkvöld, til að ræða framtiðarskipan í skólamálum í Þingeyjarsveit. Fundurinn var vel sóttur þrátt fyrir ófræð á vegum. Fulltrúum meirihluta A-lista Samstöð í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar var boðið á fundinn og mættu þrír af fimm til fundarins, auk beggja fulltrúa minnihluta T-listans.

2010-09-18 01.31.29
Frá fundinum í gærkvöld

Umræður voru líflegar og var ákvörðun meirihlutans, um að leggja kennslu af í Litlulaugaskóla frá og með næsta hausti og kenna öllum börnum Þingeyjarskóla í húsnæði Hafralækjarskóla frá þeim tíma, harðleg gagnrýnd á fundinum. Fram kom mikil óánægja með þessa ákvörðun meirihlutans og fannst fundargestum undarlegt hvernig hægt var að komast að þessari niðurstöðu án þess að meirihlutinn leggði fram nein rök fyrir máli sínu. Margir töldu að ekki hefði verið staðið faglega að ákvörðuninni og fannst niðurstaðan ekki í samræmi við skýrslu um ástand á húsnæði Hafralækjarskóla, sem mörgum fundargestum þótti bágt. Fulltrúar meirihlutans voru þessu ósammála.

Fundargestum þótti það skrýtin framtíðarsýn að veikja aðal byggðakjarnan í sveitarfélaginu og eina staðinn í sveitarfélaginu þar sem fólki hefur fjölgað undanfarin ár, með því að leggja niður grunnskóla þar. Fulltrúar meirihlutans töldu þessa tillögu veikja byggðakjarnan á Laugum og ætla þess vegna að vinna að mótvægisaðgerðum. Fulltrúar meirihlutans töldu það hagkvæmasta kostinn að flytja allt grunnskólahald Þingeyjarskóla í Hafralækjarskóla. Það sé ekki til fjármagn til að byggja við Litlulaugaskóla. Það sé rekstrarlega ekki framkvæmanlegt þó svo að margt í skýrslunum mæli með því. Arnór Benónýsson oddviti nefndi það að við þessa breytingu muni sparast um 40 milljónir króna árlega

Fundargestir spurðu út í fyrirkomlag íþróttakennslu næsta vetur og þá hvort td. sundkennsla ætti að fara fram á Laugum þar sem ekki stendur til að nýta sundlaugina í Hafralækjarskóla. Mörgum fannst það skrýtið að nýta ekki bestu aðstöðuna til íþróttakennslu í sveitarfélaginu sem er staðsett á Laugum. Í svörum fulltrúa meirihlutans kom fram að það yrði hlutverk nýs skólastjóra, sem yrði trúlega ráðin 1. mars nk. að skipuleggja skólastarfið og þar með talið íþrótta og sundkennslu næsta vetur og nefndi td. að það kæmi eflaust til greina að keyra börnin á sundnámskeið á Laugum á vorin og haustin. Þetta yrði skoðað.

Margir höfðu áhyggjur af leikskólanum Krílabæ og var meirihlutinn spurður að því hvar börnin ættu að fá mat í leikskólann, hvernig yrði farið með skólahóp í leikskólanum þegar enginn grunnskóli stæði lengur við hliðina á leikskólanum og þá hvort ætti að keyra þau börn í Hafralæk. Einnig komu fram áhyggjur af því hvernig færi með tónlistarkennslu á Laugum þegar enginn tónlistarskóli væri lengur á staðnum, sem nemendur við leikskólann, grunnskólann og Framhaldsskólann á Laugum hefðu nýtt sér í gegnum tíðina. Fulltrúar meirhlutans svörðuð þessu á þann veg að það ætti eftir að útfæra þetta en hugsanlega væri hægt að efna til samstarfs við Framhaldsskólann á Laugum um td. fæði fyrir leikskólabörnin og tónlistarkennarar og íþróttakennarar gætu komið í Lauga frá Hafralækjarskóla til að sinna þörfum leikskóla krakka og framhaldsskólanema.

Mygla og sveppir eru í veggjum í hluta af húsnæði Hafralækjarskóla og höfðu margir miklar áhyggjur af því og töldu að það þyrfti að skoða þetta vel með tilliti til hugsanlegrar vanlíðunnar hjá börnum og starfsfólki. Fulltrúar meirihlutans sögðu þá parta skólans lokaða þar sem mygla og sveppi sé að finna. Í heildina sé skólinn bjartur og í sæmilegu ásigkomulagi.

Fram kom á fundinum að Skólaráð Þingeyjarskóla og Fræðslunefnd Þingeyjarsveitar hafa skilað inn til sveitarstjórnar sínum álitum um tillögu meirihlutans og voru mjög skiptar skoðanir um hana í skólaráði. Fram kom á fundinum að Fræðslunefnd samþykkti tillöguna í atkvæðagreiðslu með þremur atkvæðum fulltrúa A-lista Samstöðu gegn einu atkvæði fulltrúa T-listans. Einn fulltrúi A-lista Samstöðu sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Fundargestir spurðu um hverjar hugsanlegar mótvægisaðgerðir væru og hvort þær stæðu til. Fulltrúar meirihlutans sögðu frá því að til stæði að skipa þriggja manna nefnd með tveim fulltrúum frá A-lista og einum fulltrúa frá T-lista, sem fengi það hlutverk að vinna að mótvægisaðgerðum sem nýttst gæti samfélaginu á Laugum.

Fulltrúar meirihlutans sögðu frá því að þessi ákvörðun hefði verið erfið og ekki auðveld en ekki endilega framtíðarlausn. En tóku það jafnframt fram að ekki stæði til að fara út í 250 milljóna króna viðhaldsframkvæmdir á Hafralækjarskóla, sem samkv. skýrslu Bjarna Þórs Einarssonar þyrfti til, ef koma á húnæðinu á Hafralæk í gott stand.

Endanlega ákvörðun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar um framtíðarskipulag Þingeyjarskóla verður tekin á aukafundi sem haldinn verður fimmtudaginn 18. desember nk.