Afurðahæstu kúabúin árið 2012

0
146

Birtar hafa verið niðurstöður afurðaskýrslna í nautgriparæktinni fyrir árið 2012.  Fjöldi skýrslubúa í landinu var alls 587 sem er 11 búum færra en árið áður. Skýrslum var skilað frá 94 búum í Eyjafirði og 55 í Suður-Þingeyjarsýslu, einu færra á hvoru svæði en 2011.

download

Meðalafurðir á landsvísu eftir árskúna voru 5.606 kg sem er hækkun um 170 kg frá fyrra ári. Í Eyjafirði voru afurðirnar 5.577 kg, hækkun um 167 kg og 5.500 í Suður-Þingeyjarsýslu, hækunn um 57 kg. Á landsvísu var stærð meðalbúsins 38,9 árskýr, í Eyjafirði 47,8 og í Suður-Þing. 25,4. Afurðahæsta bú landsins var í Miðdal í Kjós þar sem meðalnyt eftir reiknaða árskú nam 8.086 kg. Hæstu bú á Búgarssvæðinu eru talin upp í töflu 1, þau 11 bú sem náðu meðalafurðum yfir 6.500 kg.

Tafla 1.  Bú á Búgarðssvæðinu með yfir 6500 kg meðalnyt eftir árskú.

Mjólk Fita Prótein Nr.  
Árskýr   kg   %    % ISL
Helgi B. Steinsson Syðri-Bægisá 31.9 7599 4.88 3.47 3
Hriflubú sf. Hriflu 24.7 7174 3.85 3.37 14
Jóhann Tryggvason Vöglum 22.0 6950 4.10 3.39 26
Dreitill ehf. Steinsstöðum II 48.0 6923 4.29 3.53 29
Stóru-Tjarnir ehf. Stóru-Tjörnum 45.0 6903 4.17 3.38 31
Jón Elvar og Berglind Hrafnagili 147.0 6811 4.33 3.40 37
Hörður og Sólveig Svertingsstöðum II 63.9 6720 4.10 3.42 43
Viðar og Elínrós Brakanda 26.0 6659 3.95 3.37 52
Félagsbúið Syðri-Grund 48.5 6655 3.74 3.54 54
Helguhóll ehf.  Nesi 85.2 6541 4.25 3.45 67
Sigurgeir og Bylgja Hríshóli 50.7 6518 3.99 3.27 71

 

Á landinu öllu náðu 67 kýr að mjólka yfir 10.000 kg á arinu 2012, þar af voru 11 af Búgarðssvæðinu. Þær eru taldar upp í töflu 2 hér á eftir.

Tafla 2.  Nythæstu kýr í kg mjólk á Búgarðssvæðinu árið 2012.

Mjólk Fita Prót. Nr. 
Nr. Nafn   Faðir, nr. og nafn    kg    %    % ISL
352 Huppa 97010 Stígur 12113 4.24 3.32 Kálfagerði 5
1522 Gjá 1165 Unnar 11470 4.00 3.40 Hrafnagil 7
713 Ráð 05025 Goði 11407 4.40 3.04 Hranastaðir 9
374 Sturta 98008 Meitill 11138 5.14 3.48 Syðri-Bægisá 11
476 Hönk 98008 Meitill 11051 4.31 3.41 Nes 13
264 Branda 99014 Spuni 10846 4.32 3.57 Steinsstaðir II 23
704 Æseif 05026 Baugur 10186 4.40 3.58 Garður 52
435 Lukka 02008 Alfons 10091 4.66 3.39 Akur 59
1505 Nálægð 06020 Völusteinn 10080 4,00 3,40 Hrafnagil 60
545 Lind 97032 Þverteinn 10061 3.25 3.16 Hríshóll 62

Búgarður.is