Afmælisveisla í Dalakofanum

0
345

Í gær héldu eigendur Dalakofans á Laugum, Sigfús Haraldur Bóasson og Þóra Fríður Björnsdóttir ásamt börnum sínum, upp á eins árs afmæli Dalakofans með því að bjóða íbúum í Þingeyjarsveit til veislu í Dalakofanum.

Sigríður Inga Ingólfsdóttir, Ásdís Sigfúsdóttir, Þóra Fríður Björnsdóttir, Sigfús Haraldur Bóasson og Gunnar Sigfússon.

Við þetta tækifæri var tekinn í notkun nýr og glæsilegur sólpallur við Dalakofann og nýttu margir sér hann í gær enda veðrið með ágætum.

Að sögn Sigfúsar Haraldar Bóassonar hefur reksturinn gengið vel í sumar og hafa mjög margir ferðamenn, bæði innlendir og erlendir, litið við í Dalakofanum til að fá sér mat á veitingastaðnum og verslað í búðinni. Eins hafa viðtökur heimafólks verið mjög góðar að sögn Sigfúsar. Dalakofinn er eina matvörubúðin sem er opinn allt árið í Þingeyjarsveit og um leið eini veitingastaðurinn í Þingeyjarsveit sem er opinn allt árið.

 

 

 

 

Hluti gesta á nýja pallinum við Dalakofann í gær.

Í gærkvöldi var svo fyrsta Dalasvarið haldið og í dag verða valdir leikir í enska boltanum sýndir á breiðtjaldi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gunnar Sigfússon, sem stjórnaði Dalasvarinu í gærkvöld, ásamt föður sínum Sigfúsi Haraldi Bóassyni.