Afmælishátíð HSÞ – Brói heiðraður

0
450

HSÞ hélt upp á 100 ára afmæli í íþróttahúsinu á Laugum í Reykjadal sl. sunnudag. Um 450 manns komu til að samgleðjast með afmælisbarninu sem ber aldurinn mjög vel. Nokkrir einstaklingar voru heiðraðir sérstaklega á hátíðinni og gerðir að heiðursfélögum í HSÞ.

2010-08-06 00.00.47
Jón Friðrik Benónýsson heiðursfélagi HSÞ

 

Meðal þeirra var Jón Friðrik Benónýsson frjálsíþróttaþjálfari og frjálsíþróttamaður á árum áður, eða bara Brói eins og hann er kallaður í daglegu tali og var hann heiðraður sérstaklega fyrir vel unnin störf. Hann hefur þjálfað marga af helstu afreksmönnum Þingeyinga í gegnum tíðina. Nægir þar að nefna Sigurbjörn Árna Arngrímsson, Þorstein Ingvarsson og Hafdísi Sigurðardóttur.

Sýnt var myndband á hátíðinni sem vakti mikla lukku þar sem áðurnefnt fólk tjáðu sig um kynni sín af Bróa. Einnig var spjallað við Bibba úr Skálmöld, Stefán Jakobsson úr Dimmu og Börk Sveinsson.

Hægt er að skoða myndbandið hér fyrir neðan.

Fjallað verður ítarlega um afmælishátíðina á morgun hér á 641.is og birtar myndir frá henni.