Afa- og ömmukaffi

0
130

Fimmtudaginn 29. október buðu börnin í Tjarnaskjóli í ömmu- og afakaffi. Áttu þau yndislega samveru þar sem börnin buðu upp á smákökur sem þau höfðu bakað af þessu tilefni. Gestirnir tóku þátt í vináttu- og hugrekkisverkefni þar sem allir stimpluðu á sér lófann. Tilgangur verkefnisins er að búa til vináttutré þar sem lófar ömmu, afa og barnanna verða laufblöðin á trénu. Með hjálp vináttutrésins getum við svo talað um vináttu, fjölskylduna og samkennd. Frá þessu er sagt á vef Stórutjarnaskóla.

Afa og ömmukaffi
Vináttutré. Mynd: Jónas Reynir Helgason

Í lok kaffiboðsins var menningarstund í salnum þar sem leikskólabörnin komu fram. Þau sungu nafnalagið, fóru með fingraþuluna og sungu að lokum fingralagið við undirleik Mariku. Við þökkum þeim fjölmörgu sem mættu kærlega fyrir komuna. Myndir hér.