Af hverju ?

0
85

Þessar spurningar hafa verið algengar á þeim kynningarfundum sem stéttarfélögin hafa staðið fyrir. Af hverju skrifuðu menn undir þennan samning ? Af hverju fá þeir lægst launuðu ekki skattalækkanir ? Af hverju fer forseti ASÍ ekki frá ? Af hverju féll Samninganefnd SGS frá kröfunni um 20.000 króna hækkun á lægstu laun ?  Frá þessu er sagt á vef Framsýnar-stéttarfélags.

Ola , Robert, Tómas og Guðný þungbúin á svip. Mynd af vef Framsýnar.
Ola , Robert, Tómas og Guðný þungbúin á svip. Mynd af vef Framsýnar.

Þessar og reyndar fleiri spurningar komu fram á kynningarfundi í Reykjadal í gærkvöldi en fulltrúar Framsýnar fóru um Suður-Þingeyjarsýslu í gær með kynningarfundi.

 

Það þarf ekki að taka það fram að mikil reiði var á kynningarfundi Framsýnar um nýgerðan kjarasamning í Félagsheimilinu Breiðumýri í Reykjadal í gær. Fundarstjórn var ekki auðvelt þar sem margir fundarmenn vildu komast að á sama tíma enda þeim verulega heitt í hamsi.