Ættjarðarguðsþjónusta

0
70

Á sunnudagskvöld var haldin Ættjarðarguðsþjónusta í Þorgeirskirkju.  Veðrið var eiginlega of gott til að fara til Guðsþjónustu, en kirkjan var bara höfð opin þannig að ekki varð of heitt inni. Ekki voru sérlega margir mættir til messu, en það er nú sennilega vegna þess að allir voru á fullu í heyskap.

sr. Bolli Pétur Bollason vitnaði í sögu, þar sem bóndi nokkur sagði við prest sinn “það er betra að ég sé heima í heyskap og hugsi um Guð, heldur en að ég sitji hér í messu og hugsi um Heyskapinn”

Bolli Pétur Bollason
Bolli Pétur Bollason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjalti Jónsson músíkant sá um tónlistarfluttning spilaði á gítar og söng. Flutt voru falleg ættjarðarlög eins og Ísland ögrum skorið, Ísland er land þitt, Ó blessuð vertu sumarsól, Í fjarlægð, Fram í heiðanna ró og fleiri. Kirkjugestir tóku undir í sumum laganna. Bolli flutti góða predikun og las úr ritningunni. Þetta var góð og gefandi stund í kvöldsólinni, og fallegt að horfa á sólgullið Ljósavatnið út um altarisgluggann.

Hjalti Jónsson
Hjalti Jónsson