Æska ást og friður – Tónlistardagskrá Framhaldsskólans á Laugum

0
98

Æska ást og friður! er ný tónlistardagskrá sem nemendur Framhaldsskólans á Laugum hafa unnið að síðustu tvo mánuði, verður frumsýnd annað kvöld. Tónlistardagskráin er undir stjórn Arnórs Benónýssonar. Lögin eru úr ýmsum áttum, frá 1970-2013 og tengd saman með léttu spjalli. Um 20 nemendur koma fram og flytja 15 lög úr ýmsum áttum, t.d. Sweet Child Of Mine, Von og Þrá úr söngleiknum Grease og Flugvélar með Nýdönsk.

Mynd frá æfingu í kvöld
Mynd frá æfingu í kvöld

Eins og áður segir verður tónlistardagskráin frumsýnd annað kvöld, föstudaginn 4. desember klukkan 20:00 í Þróttó á Laugum. Aðrar sýningar verða sunnudaginn 6.des klukkan 20:00 og mánudaginn 7.des klukkan 20:00

Almennt miðaverð er 1500 kr
Eldri borgarar 1000 kr
Frítt inn fyrir börn á leikskóla-og grunnskóla aldri
Nemendur og starfsfólk við FL 1000 kr

Húsið opnar klukkan 19:30.