Æfingar eru hafnar hjá Leikfélagi Húsavíkur á leikritinu „Sitji Guðs englar „ eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikstjórar eru þau Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir. Greiðlega gekk að finna fólk í helstu hlutverk og þar má sjá ný andlit í bland við reynslubolta eins og Gunnu Stínu, Hilmar Val og Sigga Illuga. Frá þessu segir í fréttatilkynningu frá Leikfélagi Húsavíkur.

Sjö ungmenni leika aðalhlutverk sem systkinin í sögunni og ríkir mikil eftirvænting í hópnum. Sagan segir frá fátækri 10 manna fjölskyldu á stríðsárunum og spaugilegum samskiptum þeirra við vini og nágranna. Áætlað er að frumsýna í byrjun mars. Hér má sjá myndir frá fyrsta samlestri .



