Æfingar að hefjast hjá leikdeild Eflingar á frumsömdu leikverki

0
388

Leikdeild Eflingar í Reykjadal hefur æfingar á nýju frumsömdu leikverki eftir Hörð Þór Benónýsson 21. janúar nk. Vinnuheiti verksins er “Í beinni” og er gamanleikur með svörtum húmor og söngvum, að sögn höfundar. Jaan Alavere á heiðurinn af tónlistinni í sýningunni en hann samdi hana sérstaklega fyrir verkið.

Hörður Þór Benónýsson
Hörður Þór Benónýsson

Að sögn Harðar Þórs er verkið samtímaádeila á fjölmiðla og gerist á nokkrum stöðum á landinu, m.a. í sumarbústað, á afskektum bæ á Ströndum og í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi.
Á þessu ári á Efling 110 ára afmæli og af því tilefni ákvað leikdeild Eflingar að leita til heimamanna og vera með frumsamið efni á afmælisári.

Á milli 20-30 manns koma til með að leika í sýningunni og verður verkið líklega frumsýnt 21. mars. Jenný Lára Arnórsdóttir mun leikstýra sýningunni og verður þetta hennar frumraun sem aðalleikstjóri á Íslandi.

 

 

Jenný Lára Arnórsdóttir
Jenný Lára Arnórsdóttir

Jenný Lára útskrifaðist frá Kogan Academy of Dramatic Arts í London sem leikari og leikstjóri nýlega og hefur hún verið aðstoðarleikstjóri í sýningunni “Jeppi á Fjalli”