Aðventustund var haldin í Þorgeirskirkju að kveldi annars sunnudags í aðventu. Fjölmenni var í kirkjunni en þetta var sameiginleg stund fyrir Lundabrekku- Ljósavatns og Háls sóknir. Kirkjukórar sóknanna sáu um söng auk þess söng Kristín María Hreinsdóttir einsöng, stjórnandi og undirleikari var Dagný Pétursdóttir.

Bolli Pétur Bollason leiddi stundina. Í upphafi var kveikt á aðventukertum.
Guðrún Borghildur kveikir á aðventukertum.
Barn var fært til skírnar fékk hann nafnið Sigmar, foreldrarnir eru Guðrún Þórhallsdóttir og Höskuldur Freyr Sveinsson.

Jón Sigurðsson Hjarðarholti fór með hugleiðingu, um eftirminnilegan aðfangadag frá árinu 1974.
Fermingarbörn fluttu helgileik sem séra Pétur heitinn Þórarinsson bjó til, þegar hann var prestur á Hálsi.
