
Fyrsti aðalfundur Rauða krossins í Þingeyjarsýslu verður haldinn fimmtudaginn 2. maí, kl. 20.00, í Gljúfrastofu, Ásbyrgi.
Fundurinn er jafnfram stofnfundur nýrrar deildar, en fyrir voru í Þingeyjarsýslu þrjár Rauða kross deildir: Húsavíkur-, Öxafjarðar- og Þórshafnardeild. Á aðalfundum deildanna fyrr á þessu ári var samþykkt að sameina þessar þrjár deildir. Sameiningin tekur gildi á þessum fyrsta aðalfundi.
Dagskrá:
1. Setning fundar og skipan starfsmanna fundarins.
2. Greinargerð um starfsfyrirkomulag
3. Starfsreglur nýrrar deildar lagðar fram til afgreiðslu
4. Kosning formanns til tveggja ára.
5. Kosning þriggja stjórnarmanna til eins árs og þriggja til tveggja ára.
6. Kosning fjögurra varamanna til eins árs.
7. Kosning skoðunarmanna
8. Önnur mál
Nýir félagar velkomnir! Heitt kaffi á könnunni.
