Aðalfundur Kvenfélagasamband Suður-Þingeyinga

0
112

Aðalfundur Kvenfélagssambands Suður-Þingeyinga var haldinn í Skjólbrekku í Mývatnssveit 16. apríl 2016. Gestur fundarins var Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasamband Íslands. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa kynntu konur sér Kundalini jóga. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun:

Frá aðalfundinum
Frá aðalfundinum

 

„Aðalfundur Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga, haldinn í Mývatnssveit 16. apríl 2016 fagnar vitundarvakningu sem orðið hefur um bætta nýtingu matvæla og hvetur almenning sem og stjórnendur matvöruverslana, mötuneyta og veitingastaða til ábyrgra innkaupa og að vinna áfram gegn matarsóun. Fundurinn hvetur íslenska framleiðendur til að huga vel að umhverfismálum og draga úr umfangi umbúða um vörur sínar“.

 

 

Kvenfélagasamband Suður-Þingeyinga er samband 11 kvenfélaga og eru félagskonur þeirra 385 talsins. Starfssvæði sambandsins nær frá Svalbarðsströnd út á Tjörnes og upp í Mývatnssveit.