Aðalfundur BSSÞ á morgun í Heiðarbæ

0
239

Aðalfund B.S.S.Þ verður haldinn á morgun laugardaginn 27. apríl í Heiðarbæ kl. 10:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Kynntur verður samningur sem náðist um verð á raforku og samkomulag við Eyfirðinga um sæðingar.

Minnum sérstaklega á að á aðalfundi í fyrra var ákveðið að búnaðarfélögin kjósi ekki fulltrúa á aðalfund og eru því allir velkomnir á aðalfundinn, þó hafa þeir einir atkvæðisrétt sem eru félagar í búnaðarsambandinu.

Gert er ráð fyrir matarhléi milli 12:00 og 13:00 en þá hefjast fræðsluerindi,

13:00 – Úr starfi nefndar um félagskerfi bænda,

            Jóna Björg og Baldur Helgi

13:30 – Auðlindagarður Þingeyinga?

            Finnbogi Magnússon

Spennandi samstarfsverkefni Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Búnaðarsambandsins, unnið af Sveini Margeirssyni

14:00 – Heyverkun til framtíðar,

 hvernig minnkun við plastið?

Finnbogi Magnússon.

14:30 – Eru turnarnir að koma aftur?

            Sigtryggur Veigar

Mætum og tökum þátt í umræðu um mikilvæg málefni.

Kjötsúpa í hádeginu og kaffi í lokin, endilega skráið þátttöku svo allir fái nóg.
Skráning hjá stjórn,

Sigurður, gautlond@simnet.is

Viðar, hofdabrekka21@simnet.is

Hlöðver, hp.bjorg@simnet.is