Áburðarverð lækkar um 8-12,9%

0
133

Áburðarsalar hafa nú birt verðskrá á áburði fyrir árið 2014.  Verð lækkar um 8-12,9% á milli ára en hefur slíkt ekki gerst í mörg ár og gleðjast bændur mjög vegna þess.  Styrking krónunnar og lægra hráefnisverð er aðal skýringin á verðlækkuninni.  Á sauðfé.is er birt samantekt á verðskrá áburðarsala.

áburðurSkeljungur hefur birt áburðarverð fyrir 2014. Verð lækkar á milli ára um allt að 12,3%. Nánari upplýsingar og verðlista má nálgast hér. Bestu kjör eru ef greitt er fyrir 1. mars. Gildistími verðskrár kemur ekki fram en gerður er almennur fyrirvari um að verð geti breyst án fyrirvara.

Búvís hefur einnig birt sína áburðarverðskrá sem gildir til 15. febrúar nk.

Fóðurblandan hafði áður birt áburðarverð sem gilda til 1. mars. Verðlækkun frá árinu 2013 er á bilinu 8-12,9% skv. tilkynningu frá fyrirtækinu.  Bestu kjör fást ef pantað er fyrir 15. febrúar. Skoða má vöru- og verðskrár hér.

Hjá Yara var tilkynnt um 8-12% verðlækkun í lok nóvember í fyrra.  Fyrr í þessum mánuði gekk hluti lækkunarinnar (1,8%) til baka en núverandi verðskrá gildir til 31. janúar nk.