Ábending vegna væntanlegs norðan illviðris sunnudag og mánudag, 15 og 16 september 2013

0
82

Veðurstofunni 13. september 2013 kl. 09:30. Hér fyrir neðan er spá fyrir næstu daga. Vakin er sérstök athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir sunnudag og mánudag. Frá þessu er sagt á vef Almannavarna í morgun.

Almannavarnir

Spáin er eftirfarandi:
Á sunnudag
Gengur í norðan storm, 18-25 m/s, hvassast um landið austanvert. Rigning eða slydda norðan- og austanlands, en snjókoma til fjalla. Úrkomulítið sunnan- og vestanlands. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.

 

Á mánudag
Norðan og norðvestan 15-25 m/s, hvassast við A-ströndina. Slydda eða rigning N- og A-lands og snjókoma til fjalla, en annars þurrt að mestu. Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Kalt í veðri.
Þessi spá er unnin skv. nýjustu spá Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa (ECMWF) sem byggð er á greiningu 13. sept. kl. 00:00.